Bjóða 25% lækkun

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Landsbankinn hefur í hyggju að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum í viðskiptum við bankann 25% lækkun á höfuðstól erlendra lána gegn því að þeim verði breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum.

Lækkunin á við um öll lán í erlendum myntum, ekki bara íbúðalán, og viðskiptavinum bankans stendur til boða að sækja um þessa lausn.

Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, er stefna bankans sú að einfalda kerfið til muna þannig að bæði einstaklingar og fyrirtæki fái mun hraðari úrlausn sinna mála. Þannig verði skilyrði fyrir höfuðstólslækkun almennari en tíðkast hefur.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka