Hægt er að breyta núverandi fyrirkomulagi verðtryggingar lánasamninga en ekki er sjálfgefið að það bæti hag heimilanna í landinu.
Þetta er niðurstaða skýrslu um kosti og galla verðtryggingar sem Askar Capital hf. gerði fyrir efnahags- og viðskiptaráðuneytið og var til umræðu á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær.
Fundurinn var haldinn að frumkvæði Framsóknarflokksins en þingmenn hans hafa lagt fram frumvarp um að sett verði hámark á verðtryggingu og að skipuð verði þverpólitísk nefnd til að skoða möguleika á afnámi hennar. Þá er kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum samhliða auknu framboði óverðtryggðra íbúðalána.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.