Ekki tæki til að fjármagna ríkið

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga ekki að vera tæki fyr­ir stjórn­völd til að ná í fjár­magn. Kom þetta fram í máli Gunn­ars And­er­sen, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, á ráðstefnu aðila vinnu­markaðar­ins um líf­eyri­s­kerfið í gær.

Vék hann að reynslu sinni þegar hann vann fyr­ir líf­eyr­is­sjóð hjá Sam­einuðu þjóðunum. Þar hefðu þrjú mark­mið verið ráðandi í fjár­fest­ing­ar­stefnu. Fjár­fest­ing­ar þurftu að vera arðbær­ar, ör­ugg­ar og auðselj­an­leg­ar. Hann sagði að sjóður­inn hefði oft þurft að verj­ast ásókn ein­stakra ríkja, sem vildu fá sjóðinn til að fjár­festa í op­in­ber­um fram­kvæmd­um.

Lausn­in sem notuð var fólst í því að sjóður­inn fjár­festi ekki beint í op­in­ber­um fram­kvæmd­um, held­ur keypti skulda­bréf af þró­un­ar­bönk­um, sem aft­ur fjár­festu í fram­kvæmd­un­um.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert