Lífeyrissjóðirnir eiga ekki að vera tæki fyrir stjórnvöld til að ná í fjármagn. Kom þetta fram í máli Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á ráðstefnu aðila vinnumarkaðarins um lífeyriskerfið í gær.
Vék hann að reynslu sinni þegar hann vann fyrir lífeyrissjóð hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar hefðu þrjú markmið verið ráðandi í fjárfestingarstefnu. Fjárfestingar þurftu að vera arðbærar, öruggar og auðseljanlegar. Hann sagði að sjóðurinn hefði oft þurft að verjast ásókn einstakra ríkja, sem vildu fá sjóðinn til að fjárfesta í opinberum framkvæmdum.
Lausnin sem notuð var fólst í því að sjóðurinn fjárfesti ekki beint í opinberum framkvæmdum, heldur keypti skuldabréf af þróunarbönkum, sem aftur fjárfestu í framkvæmdunum.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.