Félög með helming kvótans í þrot vegna fyrningar

Skuldastaða útgerðarinnar hefur snarversnað síðustu árin.
Skuldastaða útgerðarinnar hefur snarversnað síðustu árin. mbl.is/Alfons Finnsson

Inn­köll­un fisk­veiðiheim­ilda á 20 árum leiðir til gjaldþrots sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem ráða yfir 40-50 pró­sent­um af afla­heim­ild­um og sam­svar­andi hlut­falli af tekj­um sjáv­ar­út­vegs­grein­ar­inn­ar á Íslandi.

Þessi fé­lög eru í dag í erfiðri stöðu en eiga sæmi­lega mögu­leika á að standa und­ir nú­ver­andi skuld­um. Staða þeirra verður hins veg­ar von­laus strax og inn­köll­un­ar­leiðin er far­in.

Þetta seg­ir í niður­stöðum skýrslu sem Há­skól­inn á Ak­ur­eyri vann fyr­ir starfs­hóp sem vinn­ur að end­ur­skoðun á fyr­ir­komu­lagi fisk­veiðistjórn­un­ar. Morg­un­blaðið hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert