Innköllun fiskveiðiheimilda á 20 árum leiðir til gjaldþrots sjávarútvegsfyrirtækja sem ráða yfir 40-50 prósentum af aflaheimildum og samsvarandi hlutfalli af tekjum sjávarútvegsgreinarinnar á Íslandi.
Þessi félög eru í dag í erfiðri stöðu en eiga sæmilega möguleika á að standa undir núverandi skuldum. Staða þeirra verður hins vegar vonlaus strax og innköllunarleiðin er farin.
Þetta segir í niðurstöðum skýrslu sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir starfshóp sem vinnur að endurskoðun á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. Morgunblaðið hefur skýrsluna undir höndum.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.