Gosvirknin helst stöðug

00:00
00:00

Gos­virkn­in und­ir Eyja­fjalla­jökli virðist nokkuð stöðug núna. Mökk­ur­inn hef­ur auk­ist lít­il­lega síðdeg­is. Áfram er bú­ast við sveifl­um í gos­virkn­inni með til­heyr­andi gjósku­falli. Ekk­ert bend­ir til þess að gos­inu sé að ljúka. Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði frá Veður­stofu Íslands og Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands.

Matið bygg­ir á jarðskjálfta­mæl­um, vatns­rennsli í Markarfljóti, GPS mæl­um, veðurra­dar, eld­inga­mæligögn­um bresku veður­stof­unn­ar, MER­IS gervi­hnatta­mynd­um og at­hug­un­um úr flug­vél­um.

Gos­virkni virðist svipuð og í gær. Sprengi­virkni jókst aft­ur upp úr há­deg­inu með auk­inni gjósku­fram­leiðslu og hækk­andi gosmekki. Gosið er að mestu sprengigos en lít­ill hraun­straum­ur er virk­ur inn­an hrauntraðar­inn­ar sem myndaðist í aðal hraun­fasa goss­ins.

Sam­kvæmt veðurrat­sjá er gos­mökk­ur­inn að jafnaði um 5-6 km yfir sjáv­ar­máli og stefn­ir suðsuðaust­ur sam­kvæmt veður­fræðing­um og gervi­tungla­mynd MER­IS um miðjan dag í dag. Vest­læg­ur vind­ur er við yf­ir­borð og hæg­ur vind­ur, en norðan­stæður í hærri lög­um.

Níu eld­ing­ar mæld­ust á eld­inga­mæl­um bresku veður­stof­unn­ar á
tíma­bil­inu milli kl. 11:50 og 15:17 í dag. Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um drun­ur. Rennsli við Gíg­jök­ul er enn lítið.

Órói und­ir Eyja­fjalla­jökli er stöðugur og hef­ur nú verið svipaður síðustu sól­ar­hringa. Örlít­il aukn­ing varð þó seinni part­inn í gær og í nótt á lægri tíðni­bönd­un­um. Und­ir Eyja­fjalla­jökli mæld­ust 16 jarðskjálft­ar sein­asta sól­ar­hring, flest­ir á um 18 – 20 km dýpi.





Eldgosið í Eyjafjallajökli heldur áfram.
Eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli held­ur áfram. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert