Hætti á eigin forsendum

Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp starfi sínu sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis í morgun. Óskar Hrafn segir að hann hafi sagt starfi sínu lausu á eigin forsendum og neitar því að skoðanaskipti hans og helsta eiganda miðlanna hafi haft áhrif á uppsögnina.

Fréttastjórinn fyrrverandi segir að sjálfstæði fréttastofanna hafi aldrei verið dregið í efa af yfirmönnum fyrirtækisins. Enginn hafi reynt að stýra því hvaða fréttir væru birtar í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi.

Í yfirlýsingu frá Óskari Hrafni kemur fram að ástæðan fyrir uppsögninni sé að fréttastofan birti frétt um meinta fjármagnsflutninga fjögurra íslenskra athafnamanna í júlí á síðasta ári, „frétt sem við þurftum að leiðrétta og biðjast afsökunar á í gær. Á þessum mistökum ber ég ábyrgð og axla hana með uppsögninni."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka