Með reiðhjól og slökkvitæki

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum Jakob Fannar Sigurðsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um þrjú leytið í nótt konu í austurborginni. Tilkynningar höfðu borist um grunsamlegar mannaferðir og voru lögreglumenn því sendir á vettvang, þar sem þeir hittu fyrir konu sem lögreglan þekkir vel vegna fyrri afskipta.

Þegar málið var kannað kom í ljós að konan hafði stolið tveimur reiðhjólum aukheldur sem hún hafði brotist inn í bíl og stolið þaðan slökkvitæki og ýmsu smálegu. Ekki er vitað hvernig hún hugðist fyrir með þetta góss, sem er nú í vörslu lögreglu sem handtók konuna og vistar í fangageymslu enda var hún í annarlegu ástandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert