RÚV: Tveir handteknir til viðbótar

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Tveir yfirmenn Kaupþings til viðbótar voru handteknir í nótt vegna yfirstandandi rannsóknar sérstaks saksóknara. Þetta eru þeir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, að því er fram kemur á vef RÚV.

Saksóknaraembættið hefur óskað eftir því að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans mæti til yfirheyrslu og liggur fyrir að óskað verði eftir handtöku hans ytra verði hann ekki við þeirri beiðni, að því er segir á vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka