„Skipulögð glæpastarfsemi“ Kaupþingsmanna?

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi …
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri. mbl.is/Brynjar Gauti

Samkvæmt því sem kemur fram í greinargerð sérstaks saksóknara leikur grunur á að stjórnendur og starfsmenn Kaupþings hafi gerst sekir um kerfisbundin og skipulögð brot. Ekki liggur þó fyrir hvort þau geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi“ eins og það er skilgreint af hálfu Evrópulögreglunnar.

Í mati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi segir, að samkvæmt skilgreiningu Europol þurfi eftirfarandi fjórir liðir ávallt að eiga við.

  • Til þarf að koma samvinna fleiri en tveggja einstaklinga+
  • Starfsemin þarf að standa yfir í langan eða óskilgreindan tíma.
  • Grunur þarf að liggja fyrir um alvarlegt afbrot.
  • Markmið viðkomandi eru auðgun og/eða völd.
Auk allra ofangreindra liða þurfa einhverjir tveir af eftirtöldum liðum að eiga við til að unnt sé að ræða um afbrot sem „skipulagða glæpastarfsemi“ samkvæmt skilgreiningu Europol.

  • Hver þátttakandi þarf að hafa fyrirfram ákveðið verkefni.
  • Starfsemin lúti einhvers konar skipulagi og stjórnun.
  • Starfsemin þarf að vera alþjóðleg.
  • Þátttakendur þurfa að beita ofbeldi eða öðrum aðferðum sem henta þykja til ógnunar.
  • Skipulag starfseminnar þarf að vera svipað því og þekkist í viðskiptum og rekstri.
  • Viðkomandi þurfa að stunda peningaþvætti.
  • Viðkomandi leitist við að hafa áhrif á stjórnmál, fjölmiðla, opinbera stjórnsýslu, réttarkerfið eða hagkerfið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert