Staðarval ákveðið á morgun

Árni Páll Árnason, félags– og tryggingamálaráðherra, og Hermann Jón Tómasson, …
Árni Páll Árnason, félags– og tryggingamálaráðherra, og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samninginn í dag

Staðsetn­ing nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is með  45 rým­um á Ak­ur­eyri verður ákveðið á fundi bæj­ar­stjórn­ar á morg­un. Líkt og fram hef­ur komið á að hanna og byggja nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili sem kem­ur í stað  44 hjúkr­un­ar­rýma sem eru í Kjarna­lundi. Áætlaður heild­ar­kostnaður er um 1,6 milj­arðar króna.

Há­marks­stærð rým­is er 75 m2 fyr­ir ein­stak­ling eða sam­tals 3.375 m2.

Ak­ur­eyr­ar­bæ stend­ur til boða allt að 100% lán frá Íbúðalána­sjóði til 40 ára fyr­ir fram­kvæmd­inni. Fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneytið mun greiða Ak­ur­eyr­ar­bæ leigu næstu 40 árin fyr­ir u.þ.b. 85% af fram­kvæmda- og fjár­magns­kostnaði.

Samn­ing­ar þar að lút­andi voru und­ir­ritaðir á Ak­ur­eyri í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka