Boðað hefur verið til starfsmannafundar á fréttastofu Stöðvar 2 nú klukkan níu, að því er fram kom í fréttum RÚV. Skammur fyrirvari er að boðun fundarins. „Ég veit ekki neitt um málið,“ sagði Gunnar Reynir Valþórsson trúnaðarmaður starfsmanna á fréttastofunni í samtali við Mbl.
Í gær birti Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis yfirlýsingu þess efnis að dreginn væri til baka fréttaflutningur af meintum fjármagnsflutningum nafngreindra manna sem voru umsvifamiklir í atvinnulífinu til skattaskjól. Fréttin var birti í júlí á síðasta ári. Fréttastofan taldi, skv. yfirlýsingu Óskars, að við nánari skoðun, að heimildir fyrir fréttinni hafi verið ófullnægjandi og væri hún því röng. Var beðist velvirðingar á þeim skaða sem fréttin kynni að hafa valdið þeim sem um var fjallað.