Tekur tímabundið við af Óskari

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365. mbl.is/Ómar

Freyr Einarsson, ritstjóri Íslands í dag, hefur tekið við fréttastjórn af Óskari Hrafni Þorvaldssyni, sem hefur sagt upp störfum. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að Freyr muni sinna starfinu tímabundið, samhliða því að ritstýra Íslandi í dag. Unnið sé að því að leita að nýjum fréttastjóra.

„Við virðum hans ákvörðun, en hana ber það brátt að við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um framhaldið. Ég hygg að það muni nú taka einhverjar vikur að finna út úr því hvernig hans stóra skarð verður fyllt,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365.

Óskar Hrafn lætur af störfum frá og með deginum í dag, en hann greindi samstarfsmönnum sínum frá ákvörðun sinni á starfsmannafundi í morgun.

„Við þökkum honum mjög góð störf. Hann hefur verið hjá miðlum fyrirtækisins í tæp 10 ár, og verið á honum mjög mikill sprettur og verið sterkur leiðtogi í sínum hópi. Þannig að það er missir af honum,“ segir Ari í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert