Helgi Sigurðsson og Kristinn Pálsson báru sigur úr býtum í samkeppni Morgunblaðsins um skopteikningar, sem staðið hefur yfir síðustu vikur.
Þátttaka í keppninni var vonum framar, en 25 manns tóku þátt og sendi hver teiknari nokkrar myndir. Þær eru enn til sýnis á fréttavefnum mbl.is. Margir þátttakendur voru mjög hæfileikaríkir og reyndist vandasamt verk að velja sigurvegara.
Helgi ríður á vaðið í blaðinu í dag, á hefðbundnum stað skopteikninga í blaðinu, við hlið Staksteina á blaðsíðu átta. Myndir hans munu framvegis birtast á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Kristinn er ungur að árum, 18 ára gamall nemandi við Verzlunarskóla Íslands og teiknar nú í fyrsta sinn fyrir dagblað. Hans myndir munu birtast á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hann sendi tíu myndir í keppnina.http://mbl.is/skopteiknari
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.