Útgjöld í samræmi við fjárlög

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Ernir Eyjólfsson

Útgjöld ríkissjóðs í heild frá janúar til mars eru innan fjárheimilda og tekjur eru í grófum dráttum samræmi við áætlun. Þetta kom framhjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Steingrímur sagði að fjármálaráðuneytið væri með 22 útgjaldaliði á sérstökum vöktunarlista, en þetta eru liðir sem hafa oft farið fram úr áætlun og talin er sérstök ástæða til að fylgjast með. 13 liðir á þessum lista eru innan heimilda og sagði Steingrímur að þetta væri veruleg framför frá því sem verið hefur.

„Veruleikinn er sá að þrátt fyrir mikinn sparnað og niðurskurð 2009 og aftur í ár þá eru mun færri fjárlagaliðir sem eru umfram 4% viðmiðunarmörk,“ sagði Steingrímur. Hann sagði skipta mikil um áli að stórir aðilar sem oft hefðu verið í vandræðum, eins og Landspítalinn og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu væru innan heimilda. Þar hefði náðst umtalsverður árangur. Landspítalinn hefði nýverið verið aðstoðaður með lánafyrirgreiðslu svo að hann gæti lækkað vaxtakostnað sem kom til vegna þess að reikningar voru ekki greiddir á réttum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert