Til stimpinga kom í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar taka átti fyrir mál nímenninganna sem ákærðir eru meðal annars fyrir brot gegn Alþingi. Um 100 manns mótmæltu fyrir utan dómssalinn. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur ómögulegt að skjólstæðingar sínir fái réttláta málsmeðferð hér á landi.
Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, lagði í dag fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið, að fara þess á leit við ríkissaksóknara að ákæra á hendur mótmælendunum 9 verði verði dregin til baka.