Frummatsskýrsla á sameiginlegu umhverfismati vegna álvers Alcoa á Bakka, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og til heyrandi háspennulínu liggur nú fyrir til kynningar hjá Skipulagsstofnun til 14. júní nk.
Áætlað er að framleiðslugeta álvers á Bakka, norður af Húsavík, verði allt að 346 þúsund tonn á ári og álverið mögulega byggt í áföngum. Ræðst það af framboði á orku á svæðinu.