Hæstiréttur tók ekki kæru fyrir í dag

Ingólfur Helgason (til vinstri á myndinni) var leiddur fyrir dómara …
Ingólfur Helgason (til vinstri á myndinni) var leiddur fyrir dómara í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Hæstirétt­ur tók ekki fyr­ir í dag kæru vegna gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðar yfir Ingólfi Helga­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings á Íslandi en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði Ingólf í gær­kvöldi í viku gæslu­v­arðhald að kröfu sér­staks sak­sókn­ara.

Á morg­un er upp­stign­ing­ar­dag­ur, sem er frí­dag­ur, og því mun Hæstirétt­ur í fyrsta lagi fjalla um kær­una á föstu­dag. Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður  Ing­ólfs, seg­ist gera ráð fyr­ir að rétt­ur­inn taki af­stöðu til máls­ins þá.

Hæstirétt­ur staðfesti í vik­unni úr­sk­urði héraðsdóms um 12 daga gæslu­v­arðhald yfir Hreiðari Má Sig­urðssyni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, og 7 daga gæslu­v­arðhald yfir Magnúsi Guðmunds­syni, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert