Nýtt skip hrefnuveiðimanna mun leggja af stað í fyrsta skipti til hrefnuveiða frá Kópavogshöfn um komandi helgi. Unnið hefur verið í skipinu síðustu vikur sem hefur fengið nafnið Hrafnreyður KÓ-100.
Þetta kemur fram á vef hrefnuveiðimanna.
Hrafnreyður er annað nafn yfir Hrefnu. Rétt eins og langreyður, sandreyður og steypireyður er hrafnreyður af ætt reyðarhvala. Nafnið er því ekki sérlega langsótt. Skipið leggur úr höfn nýmálað og við val á lit var leitað á ný til hrefnunnar. Dökkgrátt með ljósgráu rétt eins og hrefnan.
Hrafnreyður mun byrja veiðar í Faxaflóa út maí, en eftir það er áætlað að fara á önnur svæði. Kjötið verður svo flutt í kjötvinnslu hrefnuveiðimanna við Bakkabraut 6 í Kópavogi og þar unnið í pakkningar fyrir verlsanir og veitingahús.