Jón Ásgeir Jóhannesson segir í samtali við Pressuna að stefna slitastjórnar Glitnis á hendur sér í Bandaríkjunum sé slúðurstefna með þann eina tilgang að meiða og skemma. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, geti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að misnota dómsstóla vestanhafs.
Jón Ásgeir segir að lögfræðingur hans í Bandaríkjunum fullyrði að þetta sé slúðurstefna með þann eina tilgang að meiða og skemma. Rannsóknarfyrirtækið Kroll og skilanefnd Glitnis hafi tekið íslenskt réttarfar í sínar hendur.
Mbl.is hefur ekki enn tekist að ná tali af Jóni Ásgeiri vegna málsins.