Steingrímur Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings, var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri bankans á Íslandi, var leiddur fyrir dómarann skömmu fyrir miðnætti.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var krafist gæsluvarðhalds yfir Ingólfi og farbanns yfir Steingrími. Það kynni þó að hafa breyst þegar komið var í dómshúsið þar sem hlutirnir gerðust hratt við rannsókn málsins í gær. Að sögn Jóhannesar Bjarna Björnssonar hrl., lögmanns Ingólfs Helgasonar, neitaði Ingólfur sök við yfirheyrslur í gær og taldi sig ekki hafa framið lögbrot.
Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.