„Lára V. Júlíusdóttir nýtur fulls trausts hjá mér,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún var spurð eftir ríkisstjórnarfund í gær hvort hún bæri traust til formanns stjórnar Seðlabanka Íslands.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, sagði á Alþingi fyrir helgi að Lára V. Júlíusdóttir skuldaði ráðherrum og félögum sínum í Samfylkingunni skýringar á orðum sínum varðandi laun seðlabankastjóra.
„Lára hefur starfað vel sem stjórnarmaður í Seðlabankanum og ég treysti henni fullkomlega.“Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.