Óska kyrrsetningar eigna

Hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni hefur verið stefnt …
Hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni hefur verið stefnt fyrir Hæstarétt í New York mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Dóm­stóll í London hef­ur gefið út úr­sk­urð, að kröfu Glitn­is, um kyrr­setn­ingu eigna Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar um víða ver­öld. Þeirra á meðal eru tvær íbúðir í auðmanna­hverf­inu Gra­mercy Park á Man­hatt­an sem hann keypti á u.þ.b. 25 millj­ón­ir dala, 3,2 millj­arða króna. Líkt og fram kom á mbl.is í gær­kvöldi þá hef­ur Glitn­ir höfðað mál gegn Jóni Ásgeiri og fleiri aðilum fyr­ir dóm­stól í New York.

Glitn­ir banki hóf í gær mála­ferli fyr­ir dóm­stól á Man­hatt­an í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um gegn Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, áður helsta hlut­hafa bank­ans, Lár­usi Weld­ing, áður for­stjóra Glitn­is, Þor­steini Jóns­syni, áður stjórn­ar­for­manni, ásamt fleiri fyrr­ver­andi stjórn­ar­mönn­um, hlut­höf­um og öðrum sem áttu hlut að máli með Jóni Ásgeiri, fyr­ir að hafa með svik­sam­leg­um og ólög­leg­um hætti haft fé af bank­an­um sem nem­ur meira en tveim­ur millj­örðum dala.

Pricewater­hou­seCoo­pers tók þátt í svik­um

Glitn­ir höfðar jafn­framt mál gegn Pricewater­hou­seCoo­pers, fyrr­um end­ur­skoðend­um bank­ans, fyr­ir að greiða fyr­ir og taka þátt í að dylja þau svik­sam­legu viðskipti sem Jón Ásgeir og fé­lag­ar komu í kring og sem að end­ingu leiddu til falls bank­ans í októ­ber 2008.

Í til­kynn­ingu sem slita­stjórn Glitn­is sendi frá sér í nótt kem­ur fram að Jón Ásgeir, aðal­eig­andi fjár­fest­ing­ar­sam­stæðunn­ar Baugs, sem nú hef­ur kom­ist í þrot – mun vera til heim­il­is í Bretlandi. Hann sit­ur þar í stjórn nokk­urra vel þekktra fyr­ir­tækja, þ. á m. Ice­land Foods og Hou­se of Fraser, sem bæði eru meðal kunn­ustu smá­sölu­fyr­ir­tækja þar í landi.

Gögn máls­ins, sem dóm­fest var í New York 11. maí, leiða í ljós:

Brutu gegn ís­lensk­um lög­um og settu á svið ara­grúa flók­inna viðskipta

„Hvernig klíka fé­sýslu­manna, und­ir for­ystu Jóns Ásgeirs, tók sig sam­an um að hafa með skipu­leg­um hætti fé af Glitni til að styðja við sín eig­in fyr­ir­tæki þegar þau riðuðu til falls. Hvernig Jón Ásgeir og sam­særis­menn hans brut­ust til valda í Glitni, losuðu sig við reynda starfs­menn bank­ans eða settu þá til hliðar og mis­notuðu þessa valda­stöðu til að tefla fjár­hag bank­ans í bráðan voða.

Hvernig Jón Ásgeir, Lár­us Weld­ing og aðrir, sem stefnt er í mál­inu, sköpuðu sér aðstöðu til að ná fé út úr bank­an­um og halda gerðum sín­um leynd­um með því að taka völd­in af fjár­hags­legri áhættu­stýr­ingu Glitn­is, brjóta gegn ís­lensk­um lög­um um banka­rekst­ur og setja á svið ara­grúa flók­inna viðskipta.

Hvernig hin stefndu höfðu, með hlut­deild Pricewater­hou­seCoo­pers, aflað millj­arðs dala frá fjár­fest­um í New York án þess að láta hið sanna koma í ljós um hví­lík­ar áhættu bank­inn hafði tekið á sig gagn­vart Jóni Ásgeiri og sam­særis­mönn­um hans. Hvernig viðskipti hinna stefndu ollu Glitni meira en tveggja millj­arða dala tjóni og áttu drjúg­an þátt í falli bank­ans," seg­ir í til­kynn­ingu frá Glitni.

Slita­stjórn Glitn­is stend­ur fyr­ir mála­ferl­un­um. Hún var skipuð til að ann­ast skipti á búi bank­ans. Mála­ferl­in voru und­ir­bú­in með ræki­legri rann­sókn þar sem farið var í saum­ana á stjórn­un og viðskipt­um Glitn­is síðustu árin fyr­ir fall bank­ans.

„Fyr­ir hönd kröfu­hafa Glitn­is ætl­ar slita­stjórn­in að kosta kapps um að end­ur­heimta eign­ir sem Jón Ásgeir og önn­ur hinna stefndu höfðu af bank­an­um en til þess tel­ur hún dóm­stól New York-rík­is viðeig­andi vett­vang. Kjarni þess­ar­ar  máls­sókn­ar er útboð skulda­bréfa upp á einn millj­arð dala. Bréf­in voru seld í sept­em­ber 2007 til fjár­festa í New York, sem höfðu verið blekkt­ir varðandi fjár­hags­lega áhættu Glitn­is. Af um níu þúsund kröfu­höf­um Glitn­is eru ná­lægt 90% frá öðrum lönd­um en Íslandi," seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu Glitn­is.

Glitn­ir var rænd­ur inn­an frá seg­ir formaður slita­stjórn­ar

„Gögn liggja fyr­ir sem styðja þá álykt­un að Glitn­ir banki hafi verið rænd­ur inn­an frá,“ seg­ir Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar Glitn­is, í til­kynn­ingu. „Máls­höfðunin í dag er já­kvætt skref í þá átt að draga til ábyrgðar þann fá­menna hóp sem af ásetn­ingi eða van­rækslu átti svo rík­an þátt í falli bank­ans.“

Glitn­ir hef­ur þegar höfðað aðskilið mál á Íslandi á hend­ur sum­um þeim ein­stak­ling­um sem hér eiga hlut að máli. Bank­inn hef­ur einnig vísað mál­um til sér­staks sak­sókn­ara og ís­lenskra stjórn­valda eft­ir því sem við á.

Í apríl 2010  birt­ist skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um banka­hrunið þar sem fram kom að hrun fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi hefði að nokkru stafað af óhóf­leg­um áhrif­um fárra viðskipta­jöfra, þar á meðal Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, í bönk­um lands­ins.

Mál slita­stjórn­ar Glitn­is banka flytja Steptoe & John­son LLP í New York og Slaug­hter and May í London.

Stefna Glitn­is í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert