Pálmi: „Þetta er galið“

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. Sverrir Vilhelmsson

„Hvað á maður að segja í sjálfu sér. Þetta er bara galið,“ sagði Pálmi Har­alds­son, gjarn­an kennd­ur við Fons, þegar stefn­an á hend­ur hon­um vegna meintr­ar svik­semi í rekstri Glitn­is var bor­in und­ir hann fyr­ir stundu.

Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni er stefnt vegna hinna meintu svika sem hljóða upp á 258 millj­arða króna, rúm­lega sjöttung þjóðarfram­leiðslu Íslands í fyrra, og er Pálmi einn tengdra aðila sem einnig er stefnt. 

Þarf ekki annað en að lesa stefn­una

- Hvers vegna tel­urðu málið galið?

„Það get­ur hver maður sagt þér það sjálf­ur. Það þarf nú ekki annað en að lesa stefn­una.“

- Af hverju?

„Það er bara absúrd að ég hafi komið ná­lægt rekstri þess­ara banka. Þetta er varla svara vart einu sinni.“

- Tel­urðu því að stefn­andi hafi unnið heima­vinn­una illa?

„Bara mjög illa.“

- Hvernig hyggstu bregðast við þessu?

„Það bara kem­ur í ljós. Ég er reynd­ar ekki stór í þess­ari stefnu en ég meina ég hef aldrei verið stjórn­ar­maður í FS38 og ég var ekki stjórn­ar­formaður Fons. Þetta er ekki eitt, þetta er allt.

Í frétta­til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ég sé stjórn­ar­maður í Glitni. Það er sagt að ég hafi líka farið fyr­ir breska dóm­stóla sem stjórn­ar­maður í Glitni. Ég hef aldrei nokk­urn tím­ann setið aðal­fund Glitn­is, verið í stjórn Glitn­is eða setið stjórn­ar­fund í Glitni. Þetta seg­ir sig sjálft.“

Kann­ast ekki við mála­rekst­ur í Bretlandi

- Þú vís­ar því til­vís­un stefn­unn­ar í mála­rekst­ur fyr­ir bresk­um dóm­stól á bug?

„Já, al­gjör­lega. Þetta er út í hött.“

- Held­ur stefn­andi því fram að það hafi verið tekið upp mál gegn þér fyr­ir bresk­um dóm­stól?

„Ég hef ekk­ert séð þetta breska dæmi. Það kem­ur fram í frétta­til­kynn­ing­unni, á síðu 4. Ég er eins og hver ann­ar að lesa þetta í frétta­til­kynn­ing­unni [...] Það kem­ur fram á síðu 4 í frétta­til­kynn­ing­unni að mér hafi verið stefnt sem stjórn­ar­manni í Glitni.“ 

- Tel­urðu stefn­una því frá­leita með of­an­greind atriði í huga?

„Þetta er bara frá­leit stefna að öllu leyti.“

- Þú ert nafn­greind­ur ásamt nokkr­um þjóðþekkt­um ein­stak­ling­um. Hvað finnst þér um þau vinnu­brögð að setja þetta fram svona?

„Ég get bara svarað fyr­ir mína hönd. Mér finnst þetta bara fár­an­legt [...] Maður myndi nú ætl­ast til þess að vinnu­brögðin væru betri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert