PWC stendur við áritun sína

Endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers hf. segist standa  við áritun sína á reikningsskil Glitnis banka hf. og aðrar staðfestingar sem unnar voru vegna bankans.

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt PWC fyrir rétti í New York „fyrir að greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir (Jóhannesson) og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008," eins og segir í tilkynningu slitastjórnarinnar frá í nótt.

„Í tilefni af stefnu slitastjórnar og skilanefndar Glitnis banka hf. á hendur tilteknum aðilum, og umfjöllun um PricewaterhouseCoopers hf. í því samhengi, viljum við árétta að áritanir sem vitnað er til byggðust á framlögðum gögnum og þeim upplýsingum sem PricewaterhouseCoopers hf. hafði aðgang að á þeim tíma. PricewaterhouseCoopers hf. stendur við áritun sína á reikningsskil Glitnis banka hf og aðrar staðfestingar sem unnar voru vegna bankans," segir í yfirlýsingu PricewaterhouseCoopers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert