Telja vanrækslu PwC kosta 130 milljarða

PricewaterhouseCoopers.
PricewaterhouseCoopers. mbl.is/Golli

Endurskoðendur PricewaterhouseCoopers (PwC) árituðu reikninga Glitnis þrátt fyrir að þeim hafi átt að vera ljóst að ekki væri allt með felldu. Það að PwC sinnti ekki lögboðnum skyldum sínum kostaði Glitni einn milljarð Bandaríkjadala, 130 milljarða króna, hið minnsta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu Glitnis sem var dómtekin í New York í gær.

PwC sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið standi við áritanir sínar. 

Í stefnunni er farið yfir það hvernig endurskoðandi PwC, Sigurður B. Arnþórsson, hafi áritað  reikninga Glitnis áður en farið var í skuldabréfútboð í Bandaríkjunum.

Þess sé krafist samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum að endurskoðendur fari yfir reikninga með gagnrýnum og skilvirkum hætti.

Engu virðist hafa skipt að Fjármálaeftirlitið hafi gert ýtrustu kröfur á PWC varðandi endurskoðun á reikningum Glitnis. Meðal annars vegna náinna eignartengsla stærstu hluthafa.

Fram kemur í stefnunni að FME hafi bent PwC á að lánshæfismatsfyrirtækin og erlendir fjárfestar hefðu stuttu áður (þetta er í september 2007) gert athugasemdir við hversu eigendahópur íslensku bankanna var þröngur og lánveitingar bankanna til helstu hluthafa sinna. Því fyrirskipaði FME PwC að senda frá sér bætta skýrslu fyrir 14. september 2007. Ekki var farið að þessari beiðni áður en skuldabréfaútboðið fór fram í New York.

PwC hafi einnig vitað á þessum tíma hafi tengsl Glitnis og FL-Group orðið enn nánari (FL-Group og tengdir aðilar áttu 39% hlut fyrir í Glitni). Á þessum tíma keypti Glitnir stóran hlut í Tryggingamiðstöðinni í þeim eina tilgangi að selja FL-Group hlutinn með endurgjaldi í eigin bréfum FL-Group.

Jafnframt fjármagnaði Glitnir kaup FL-Group á þeim hlutabréfum sem eftir stóðu í TM. Þessi viðskipti juku fjárhagsleg tengsl Glitnis og FL-Group og annarra félaga tengdum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni enn frekar og hefðu átt að vekja athygli endurskoðanda PwC en gerðu það ekki.

Hægt er að lesa nánar um stefnu Glitnis hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert