Veiruskita reyndist væg

Veiruskita sem herjað hefur á kýr á nokkrum bæjum á Norður- og Austurlandi að undanförnu virðist vera fremur væg og í rénun. Fram kemur á vef Landsambands kúabænda að kýrnar hafi yfirleitt náð sér á nokkrum dögum og komist aftur í fyrri dagsnyt.

Um tvær vikur eru síðan síðast fréttist af nýju tilfelli. Veiruskitunnar varð síðast vart á svæðinu fyrir um 5 árum og þá var hún mun svæsnari en nú.

Veikin hefur engin áhrif á gæði mjólkurinnar og fólk smitast ekki af henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert