Vélstjórar vilja veiða hval

Flensarar á fullu í hvalstöðinni.
Flensarar á fullu í hvalstöðinni. Þorvaldur Örn Kristmundsson

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna mótmælir harðlega frumvarpi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar, sem nú liggur fyrir Alþingi. Í ályktun segir að frumvarpið muni skerði getu manna til að stunda þessa atvinnugrein og virðist sett fram í þeim tilgangi að gera greininni erfitt fyrir.

Vélstjórar segja frumvarpið eins og það lítur út nú færa ráðherra algert vald yfir hvalveiðum og því sé hætt við hentistefnu við stjórnun veiðanna. Enginn atvinnurekstur getur búið við það að hafa einungis starfstíma til tveggja ára í senn.

"Ef frumvarpið nær fram að ganga verður engin hvalveiðivertíð í sumar og því vegið að atvinnugrein sem áætlað er að á annað hundrað manns muni starfa við. VM krefst þess að veiðarnar verði leyfðar á komandi sumri og að frumvarpinu verði frestað til hausts svo atvinnugreinin hafi tök á að afla tilskilinna leyfa til veiðanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert