Stjórn endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterHouseCoopers hf situr nú á fundi þar sem lögð er lokahönd á yfirlýsingu frá félaginu. Tilefnið er stefna skilanefndar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum vegna meintra bankasvika.
Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PWHC, staðfesti í samtali við fréttavef Morgunblaðsins fyrir stundu að unnið væri að yfirlýsingunni sem væri að vænta fljótlega upp úr hádegi.
Vignir Rafn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo komnu máli og vísaði til væntanlegrar yfirlýsingar.