„Þetta er gríðarlegrt viðbótarálag á okkar starfsemi, við klárum okkur en það er ekki meira en svo,“ segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Strandveiðar hófust að nýju hinn 10. maí og hafa samtals 409 bátar fengið leyfi frá Fiskistofu. Landhelgisgæslan tekur við tilkynningum frá hverjum bát við upphaf og lok veiðiferðar og ber að fylgjast með ferðum þeirra og bregðast við ef eitthvað kemur upp á, s.s. ef fjareftirlitsbúnaður þeirra bilar sem Hjalti segir að sé nokkuð algengt enda ástand bátanna misgott. Hann segir afar erfitt að hafa yfirsýn yfir umferðina og sinna allri annarri öryggisþjónustu um leið því starfsemin sé margþætt.
„Það geta tugir báta kallað á sama tíma og um leið þurfum við að vera sérstaklega vel á verði gagnvart öllu öðru. Við höfum áhyggjur af því að einhver sem er í vandræðum eða jafnvel hættu og reynir að kalla á okkur geti drukknað í öllu þessu flóði. Þetta er mjög stressandi.“
Sjá nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.