Erfiðlega gengur að fá svör hjá fulltrúum Arion banka og skilanefnd Landsbankans um hvort stefnur slitastjórnar Glitnis, sem meðal annars eru á hendur hjónunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur, breyta nokkru um ráðstöfun eigna þeirra.
Slitastjórn Glitnis hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs hér á landi, en sýslumaðurinn í Reykjavík hefur þegar ráðist í slíkar aðgerðir að beiðni skattrannsóknastjóra. Jón Ásgeir Jóhannesson situr enn í stjórnum tveggja fyrirtækja fyrir hönd skilanefndar Landsbankans, Iceland og House of Fraser.
Arion banki hefur boðað skráningu Haga á markað, en Jóhannesi Jónssyni, sem var í eigendahópi Baugs Group, verður leyft að fá forkaupsrétt á allt 15% hlut ásamt stjórnendum Haga.
Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.