Gylfi treystir íslenskum bankamönnum

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. Eggert/Eggert

SFF-dag­ur­inn, ráðstefna á veg­um Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, var hald­in í gær und­ir yf­ir­skrift­inni „Með traust að leiðarljósi.”

Gylfi Magnús­son, efna­hags og viðskiptaráðherra- hélt þar er­indi. Sagðist hann þar treysta starfs­mönn­um hinna nýju ís­lensku banka til þess að sinna sínu verki vel, þegar bank­arn­ir hafi fengið betri for­ystu og betri um­gjörð frá hinu op­in­bera til þess að sinna hlut­verki sínu.

Hann rifjaði þó upp um­mæli sín þess efn­is að ís­lensk­ir banka­menn hefðu verið þeir verstu í heimi fyr­ir banka­hrun. Hann sagðist standa við þau um­mæli en um leið að þar væri átt við þá sem voru í brúnni fyr­ir hrun. ,,Við eig­um ekki að líta svo á að þeir sem voru í áhöfn­inni á Tít­anic og réðu engu um kúrsinn eða hvernig skipið var hannað, beri ábyrgð á því hvernig fór. Flest­ir voru að sinna sín­um störf­um af kost­gæfni og alúð og bera ekki ábyrgðina á at­b­urðarás­inni og gátu engu breytt um hana,“ seg­ir Gylfi.

„Það hversu þó hef­ur gengið vel að halda þessu banka­kerfi gang­andi þrátt fyr­ir svipt­ing­ar sem eiga sér eng­in for­dæmi, hvorki í Íslands­sög­unni né í ver­ald­ar­sög­unni, sýn­ir fram á að það var mikið af mannauði og þekk­ingu og reynd­ar líka tækni­kerf­um og öðru slíku inn­an bank­anna, sem var í grund­vall­ar­atriðum í lagi. Við mun­um auðvitað byggja á þessu í nýja banka­kerf­inu,“ sagði Gylfi einnig. Flest banka­fólk væri bara venju­leg­ir Íslend­ing­ar, sem reyndu að sinna sín­um störf­um vel.

Gylfi sagðist telja að nýju bank­arn­ir séu heil­brigðar stofn­an­ir með heil­brigðan efna­hags­reikn­ing í grund­vall­ar­atriðum. Samt eigi þeir við gríðarleg viðfangs­efni eða vanda­mál að etja. Þó að efna­hags­reikn­ing­arn­ir séu heil­brigðir séu þeir upp­full­ir af eign­um sem þurfi að vinna úr.

„Skafl­inn af slík­um verk­efn­um sem þarf að moka í gegn núna er ótrú­leg­ur, en hér erum við og þetta er verk­efnið sem er framund­an. Það er ekk­ert annað inni í mynd­inni held­ur en að ganga í þetta og leysa þetta,“ sagði Gylfi.

Ræðumenn á ráðstefn­unni, auk Gylfa, voru Sal­vör Nor­dal for­stöðumaður Siðfræðistofn­un­ar, Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri, Lilja Ólafs­dótt­ir formaður stjórn­ar FME, og Birna Ein­ars­dótt­ir, formaður SFF. Ráðstefn­u­stjóri var Mar­grét Krist­manns­dótt­ir formaður SVÞ.

Upp­tök­ur af ræðum og glær­ur frá ráðstefn­unni má finna hér, á vef SFF.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert