Lög um kyrrsetningu koma að góðum notum

„Þetta var mikil réttarbót,“ segir Stefán Skjaldarson, settur skattrannsóknarstjóri, um lög sem Alþingi samþykkti í lok mars sl. og heimila að krafist sé kyrrsetningar eigna þeirra sem sæta rannsókn vegna gruns um skattalagabrot.

Eins og fram hefur komið hafa ýmsar eignir Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verið kyrrsettar vegna rannsóknar á skattskilum FL Group, en fyrir samþykkt áðurnefndra laga hefði ekki verið hægt að kyrrsetja eignirnar.

Stefán segir úrræðinu hafa verið beitt í fjölmörgum skattrannsóknarmálum síðan lögin voru samþykkt, enda auðveldi það mjög vinnu skattayfirvalda. Hins vegar geti hann ekki tjáð sig um einstök mál og staðfestir því ekki að kyrrsetningar hafi verið krafist á eignum Jóns Ásgeirs og Hannesar.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert