Lokað þinghald kemur til álita

Þinghald var stutt í gær enda ólæti mikil og vinnufriður …
Þinghald var stutt í gær enda ólæti mikil og vinnufriður enginn. mbl.is/Ómar

Í ljósi þeirra óláta sem verið hafa í og við dómsal í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í tengsl­um við mál ákæru­valds­ins á hend­ur níu ein­stak­ling­um, sem ákærðir eru m.a. fyr­ir brot gegn Alþingi, kem­ur til álita að nýta heim­ild í lög­um til að loka þing­hald­inu svo friður sé tryggður. Þetta staðfest­ir dóm­stjóri.

Fjöldi fólks safnaðist sam­an fyr­ir utan dómsal 101 áður en fyr­ir­taka í mál­inu fór fram. Hiti færðist í mann­skap­inn þegar lög­reglu­menn mættu á vett­vang en kallað var eft­ir aðstoð lög­reglu og henni falið að sjá til, að ekki færu fleiri inn í dómsal en sæti eru fyr­ir. Það gekk eft­ir.

Jusu sví­v­irðing­um yfir dóm­ara

Auðsjá­an­legt var þó að „stuðnings­menn“ ní­menn­ing­anna voru ekki alls kost­ar ánægðir með veru lög­reglu­manna og skipuðu þeim ít­rekað með öskr­um að yf­ir­gefa húsið.

Dómþingið sjálft var stutt enda eng­inn vinnufriður í sal 101. Ekki aðeins voru ólæti fyr­ir utan sal­inn sem trufluðu held­ur einnig inni í hon­um þar sem sak­born­ing­ar höfðu sig sum­ir hverj­ir mikið frammi. Meðal ann­ars jusu þeir sví­v­irðing­um yfir dóm­ara máls­ins, Pét­ur Guðgeirs­son, ákær­end­ur og lög­reglu­menn.

Loka má þing­hald­inu

Verði áfram trufl­un á þingfriði eft­ir lok­un, s.s. vegna óviðeig­andi fram­komu sak­born­inga, má víkja mönn­um úr þing­haldi, og með lög­reglu­valdi ef með þarf.

Helgi I. Jóns­son, dóm­stjóri Héraðsdóms Reykja­vík­ur, seg­ir að í ljósi end­ur­tek­inna óláta sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að loka þing­hald­inu til að halda uppi þingfriði. Hann bend­ir einnig á, að þegar kem­ur að aðalmeðferð þurfi að leiða vitni fyr­ir dóm­inn, s.s. til að bera vitni gegn sak­born­ing­um, og það verði mjög erfitt fyr­ir þau að mæta við þess­ar aðstæður.  Því sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að loka til hlífðar fyr­ir vitni.

Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in en ljóst þykir, að ef þing­haldið fari fram fyr­ir lukt­um dyr­um verði að loka dóm­hús­inu öllu.

Lög um meðferð saka­mála

10. gr. Þing­höld skulu háð í heyr­anda hljóði. Dóm­ari get­ur þó ákveðið, að eig­in frum­kvæði eða eft­ir kröfu ákær­anda, sak­born­ings eða brotaþola, að þing­hald fari fram fyr­ir lukt­um dyr­um, að öllu leyti eða að hluta, ef það er háð utan reglu­legs þingstaðar, sak­born­ing­ur er yngri en 18 ára eða hann tel­ur það ann­ars nauðsyn­legt:
   a. til hlífðar sak­born­ingi, brotaþola, vanda­manni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar,
   b. vegna nauðsynj­ar sak­born­ings, brotaþola, vitn­is eða ann­ars sem málið varðar á því að halda leynd­um atriðum varðandi hags­muni í viðskipt­um eða sam­svar­andi aðstöðu,
   c. vegna hags­muna al­menn­ings eða ör­ygg­is rík­is­ins,
   d. af vel­sæm­is­ástæðum,
   e. til að halda uppi þingfriði,
   f. meðan á rann­sókn máls stend­ur og hætta þykir á sak­ar­spjöll­um ef þing væri háð fyr­ir opn­um dyr­um,
   g. meðan vitni gef­ur skýrslu án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyr­anda hljóði, sbr. 8. mgr. 122. gr.

  • Við þing­fest­ingu máls er dóm­ara heim­ilt að ákveða í eitt skipti fyr­ir öll að þing­höld í mál­inu skuli vera lokuð, enda sé ákvörðunin færð til bók­ar þar sem greint skal frá því af hverri ástæðu það sé gert. Á sama hátt tek­ur dóm­ari ákvörðun um lok­un ein­staks þing­halds. Sá sem sætt­ir sig ekki við ákvörðun dóm­ara get­ur kraf­ist þess að hann kveði upp úr­sk­urð um það hvort þing­höld eða ein­stakt þing­hald skuli háð fyr­ir lukt­um dyr­um.

  • Þótt þing­hald sé háð í heyr­anda hljóði er dóm­ara rétt að tak­marka fjölda áheyr­enda við þá sem rúm­ast á þingstað með góðu móti. Dóm­ari get­ur einnig meinað þeim aðgang sem eru yngri en 15 ára eða þannig á sig komn­ir að návist þeirra sam­ræm­ist ekki góðri reglu við þing­hald eða hætta er á að nær­vera þeirra valdi því að sak­born­ing­ur eða vitni skýri ekki satt frá.

  • Dóm­ara er rétt að vísa manni úr þing­haldi ef návist hans horf­ir til trufl­un­ar þingfriði eða fram­koma hans er óviðeig­andi í orði eða verki. Ef um sak­born­ing er að ræða, fyr­ir­svars­mann hans, ákær­anda, verj­anda eða rétt­ar­gæslu­mann skal dóm­ari þó að jafnaði áminna hann og gefa hon­um kost á að bæta ráð sitt áður en af brott­vís­un verður. Ákvörðun dóm­ara um að víkja manni úr þing­haldi má fram­fylgja með lög­reglu­valdi ef með þarf. Bókað skal um brott­vikn­ingu manns ef sak­born­ing­ur, fyr­ir­svarsmaður hans eða mál­flytj­andi á í hlut.“
Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.
Mik­ill mann­fjöldi safnaðist sam­an í Héraðsdóm Reykja­vík­ur í gær. mbl.is/Ó​mar
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert