Liðsmenn norsku efnahagsbrotadeildarinnar koma hingað til lands í júní til þess að aðstoða starfsfélaga sína við rannsókn á hneykslismálum innan íslensku bankanna. Geir Kjetil Finneide, yfirmaður deildarinnar vill ekki upplýsa um hve margir verða sendir hingað úr deildinni. En um sérfræðinga í stórum efnahagsbrotamálum sé að ræða.
Finneide segir í samtali við NTB ekki óalgengt að liðsmenn deildarinnar fari til annarra landa og veiti starfsfélögum sínum aðstoð. En það sem sé sérstakt í þessu tilviki sé stærð rannsóknarinnar og sú staðreynd að svo stór hluti íslenska bankakerfisins sé flæktur í málið. En ekki endilega inn í glæpsamlegt athæfi.