Þinghald verði opið

Mikill mannfjöldi var í Hérðasdómi í Reykjavík í gær.
Mikill mannfjöldi var í Hérðasdómi í Reykjavík í gær. mbl.is/Ómar

Ragn­ar Aðal­steins­son, verj­andi tveggja ein­stak­linga af níu sem hafa verið ákærðir fyr­ir brot gegn Alþingi, seg­ir að það sé rétt­ur sak­born­ing­anna að al­menn­ing­ur fái að fylgj­ast með rétt­ar­höld­un­um. Dóm­stjóri hef­ur sagt að það komi til álita að hafa þing­haldið lokað. Þessu hafn­ar Ragn­ar.

„Það þarf bara að halda þing­hald í þessu máli án lög­reglu­viðurvist­ar. Það er nú allt og sumt. Þá er þetta búið,“ seg­ir Ragn­ar.

Hann kveðst hafa skrifað dóm­stjóra og haft uppi and­mæli vegna máls­ins, en dóm­ar­inn sleit þing­haldi vegna óláta í gær.

Ragn­ar gerði þá kröfu í rétt­ar­hald­inu í gær um að kveðinn verði upp form­leg­ur úr­sk­urður um lok­un­ina, sem hann hyggst svo kæra til Hæsta­rétt­ar. „Dóm­ar­inn tók við bók­un­inni. Tók enga ákvörðun á grund­velli henn­ar, sem hon­um bar að gera, og sleit þing­inu. Og boðaði ekki nýtt þing,“ seg­ir Ragn­ar. Á meðan sé málið í lausu lofti.

Verður til úr engu

Hann seg­ir að með aðgerðum sín­um hafi dóm­ar­inn tekið ákvörðun að loka rétt­ar­hald­inu. „Ég verð að ætla það að það hafi verið dóm­ar­inn, þó að ég viti um af­skipti dóm­stjór­ans. Sem eru óviður­kvæmi­leg og ekki í sam­ræmi við lög,“ seg­ir Ragn­ar.

„Þessi at­b­urðir sem eru að ger­ast, þeir verða til úr engu. Fyrst var friðsam­legt rétt­ar­hald sem stóð yfir í meira en klukku­tíma. 90 til 95 manns í sal. Al­gjör­lega friðsam­legt. Hvort að þá voru lög­reglu­menn á staðnum veit ég ekki. Ég sá þá ekki og þeir birt­ust ekki, enda ekki til­efni til. Næst þegar við kom­um, þá voru veru­lega færri [áhorf­end­ur]. Þá var búið að smala sam­an tug­um lög­reglu­manna. Þannig byrj­ar þetta. Þetta er al­gjör­lega óskilj­an­legt,“ seg­ir Ragn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert