Aska féll í Reykjavík

Kolsvört aska yfir Hvolsvelli nú í morgunsárið.
Kolsvört aska yfir Hvolsvelli nú í morgunsárið. mbl.is/Lögreglan á Hvolsvelli.

Tilkynningar um öskufall hafa borist frá Vestmannaeyjum, Bakkaflugvelli og
úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæja í dag að sögn Veðurstofu Íslands. Frá Nýjabæ í Rangárþingi eystra er tilkynnt um grófkorna ösku með smá fínu með og að þetta sé fyrsta askan sem fellur þar. 

Á sjötta tug eldinga hafa mælst á eldingamælum bresku veðurstofunnar frá því í gærkvöldi. Það hafa mælst allt að 10 eldingar á klukkutíma. Engar tilkynningar hafa borist um drunur.

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur að jafnaði mælst í um 7 km hæð skv. veðurratsjá. Hann hefur stefnt í vestur og síðan suðvestur.

Rennsli við Gígjökul er lítið eins og undanfarna daga. Þá hefur lítið hefur sést til gosstaðar í dag.

Óróinn er nokkuð stöðugur og hefur verið svipaður síðustu sólarhringa. Þrír jarðskjálftar hafa mælst undir Eyjafjallajökli seinasta sólarhringinn. Þeir voru á um 7 – 8 km dýpi.

Gosvirknin virðist áfram nokkuð stöðugt. Ekkert bendir til þess að gosinu sé að ljúka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert