Mikið magn ösku féll á Hvolsvöll í morgun. Aska hefur lagst á bíla, hús og götur. Þá þyrlast upp aska og ryk þegar bílar aka eftir þjóðveginum. Í morgun rigndi á svæðinu og einn bæjarbúa segir í samtali við mbl.is að þetta hafi verið sannkölluð „tjörurigning“.
„Þetta er vægast sagt ógeðslegt. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði annar bæjarbúi í samtali við mbl.is.