Askan spúluð af bílum

Öskuský fór yfir Vestmannaeyjar eftir hádegið.
Öskuský fór yfir Vestmannaeyjar eftir hádegið. mynd/Konráð

Mikið öskufall var í Vestmannaeyjum í dag og víða liggur grá askan yfir húsþökum, götum og bílum. Mjög dró úr öskufallinu um kvöldmatarleytið og er byrjað að birta yfir að sögn lögreglu og eru sumir Eyjamenn byrjaðir að þrífa í kringum sig. A.m.k. byrjaðir að spúla bílana.

Það rigndi í Eyjum í dag og er askan því orðin að grárri leðju að sögn lögreglu, sem dreifði rykgrímum og hlífðargleraugum til bæjarbúa í dag.

Auk Vestmannaeyja bárust tilkynningar um öskufall frá Bakkaflugvelli og einnig úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæja. Frá Nýjabæ í Rangárþingi eystra er tilkynnt um grófkorna ösku, með smá fínu með, og að þetta sé fyrsta askan sem fellur þar, að sögn Veðurstofu Íslands.

Á morgun og á sunnudag eru horfur á öskufalli suðvestur og suður af eldstöðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert