Mikill samdráttur í verslun

Velta í dag­vöru­versl­un dróst sam­an um 11,7% á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breyti­legu verðlagi. Verð á dag­vöru hækkaði um 9,3% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta kem­ur fram í töl­um frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar á Bif­röst.

Fata­versl­un var 13,8% minni í apríl miðað við sama mánuð í fyrra, velta skóversl­un­ar minnkaði um 11% í apríl og hús­ganga­versl­ana svipað. Velta sér­versl­ana með rúm minnkaði um 52,6% frá í fyrra á föstu verðlagi. Sala á raf­tækj­um í apríl minnkaði um 13,3% á föstu verðlagi en verð þeirra hækkaði um um 8,6% milli ára.

Ástæðu þesss sam­drátt­ar má, seg­ir Rann­sókn­ar­set­ur versl­un­ar­inn­ar, að hluta til rekja til þess að páska­versl­un fór fram í mars á þessu ári en í apríl í fyrra. Pásk­arn­ir skýra samt ekki al­farið þenn­an mikla mun. Þegar horft er til sam­an­b­urðar á fyrri árum þegar pásk­ar voru annað árið í mars og það næsta í apríl kom ekki fram þessi mikli mun­ur á veltu milli ára.   

Sam­drátt­ur­inn í sölu áfeng­is er for­dæma­lít­il.. Velta áfeng­is­versl­un­ar var 31,0% minni á föstu verðlagi í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra og hef­ur ekki verið minni í nein­um apr­íl­mánuði síðan árið 2002. Sala í áfeng­is­lítr­um var 28,7% minni í nýliðnum apr­íl­mánuði en í apríl í fyrra og er tal­in bein fylgni milli þess og verðhækk­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert