Umbótanefnd Samfylkingarinnar er fullskipuð, en hún hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins.
Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu sinni 15. október 2010, ásamt tillögum um umbætur á flokksstarfi og skipulagi flokksins, að því er segir í tilkynningu.
Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnsýslufræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur fara með verkstjórn verkefnisins.
Tímabilið sem starf nefndarinnar beinist að fyrst og fremst er frá maí
2007 til janúar 2009. Nefndin mun starfa í anda gegnsæis og opinna
vinnubragða. Verkáætlun og fréttir af vinnu nefndarinnar verða
aðgengilegar á vef Samfylkingarinnar. Ætlunin er að opna sérstaka
vefgátt þar sem flokksmenn geta komið með ábendingar, tillögur og
spurningar.
Flokksmenn hafa skipað tvo fulltrúa hvers kjördæmis í nefndina og hún er því skipuð samtals sextán einstaklingum.
Fulltrúar kjördæmanna eru: Auður Styrkársdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Stefán Benediktsson frá Reykjavík. Steini Þorvaldsson og Steinunn Dögg Steinsen úr Suðvesturkjördæmi. Auður Ingólfsdóttir og Sveinn Allan Morthens úr Norðvesturkjördæmi. Hannes Friðriksson og Sandra Gunnarsdóttir úr Suðurkjördæmi. Ólafía Þ. Stefánsdóttir og Þorsteinn Arason úr Norðausturkjördæmi.
Helstu viðfangsefni umbótanefndarinnar eru að: