Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir óhjákvæmilegt að fækka starsfmönnum í velferðarkerfinu og skera niður í almannatryggingakerfinu til að ná fram þeirri 40 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstrinum sem nauðsynleg sé. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Árni Páll segir að forgangsraða þurfi af meiri krafti en áður hefur verið gert til að ná að draga saman í ríkisfjármálum.
Hann vonast til að ekki þurfi að skera niður velferðaþjónustu um meira en 6%, en þá þurfi annar hluti ríkisrekstrarins að bera 9%. Jafnvel þó ekki væri skorið meira niður kalli það samt á mikla fækkun starfa í grundvallarþjónustu og sparnað í almannatryggingakerfinu.