Vindátt að snúast

Gosmökkurinn nær hátt til himins eins og sést á vefmyndavél …
Gosmökkurinn nær hátt til himins eins og sést á vefmyndavél Mílu. Þá sést einnig dökk jörðin eftir öskufallið á Hvolsvelli.

Ætla má að austlægar vindáttir með öskufalli á Suðurlandi haldist næstu tvær til þrjár klukkustundirnar. Þegar líður á daginn mun vindur hins vegar snúast í norðlægar áttir og þá mun aska frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli berast yfir Eyjafjallasveit og á haf út, segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur.

Aska byrjaði að falla í Rangárþingi í nótt, þar sem nú er svart yfir að líta. Aska hefur einnig fallið í Flóanum og á Árborgarsvæðinu þótt í minna mæli sé. Þá hafa veðurstofunni borist tilkynningar um öskufall víða af höfuðborgarsvæðinu.

„Ég býst við að áttir verði norðlægar um helgina. Strax í nýrr vinnuviku er hins vegar líklegt að aftur snúist í austanátt og þá gæti aska aftur fallið í sveitum í Landeyjum og annarsstaðar í sveitum á Suðurlandi. Það eer að segja ef kraftur gossins verður óbreyttur eins og maður reiknar með, svo lengi hafa þessi umbrot staðið," segir Þorsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert