Allt grátt í Eyjum

Svona var umhorfs í Eyjum í morgun.
Svona var umhorfs í Eyjum í morgun. mynd/Júlíus G. Ingason

Öskuský liggur nú yfir Vestmannaeyjum og hefur rykgrímum og hlífðargleraugum verið dreift til bæjarbúa. „Eyjan er bara grá,“ sagði lögreglumaður í Eyjum í samtali við mbl.is.

Hann segir að það þjóni engum tilgangi að hefja hreinsunarstörf í Eyjum á meðan askan fellur til jarðar. Víða hafi ekki sést á milli húsa. Margir tóku til hendinni í gærkvöldi eftir að það létti til. Það varð hins vegar aftur öskufall í nótt og hefur verið fram eftir degi.

„Við erum að úthluta grímum og gleraugum, og það er stanslaus straumur. Við erum búnir að fara með 7-800 grímur upp í íþróttahús,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Einnig sé búið að úthluta grímum fyrir farþega Herjólfs.

Gert er ráð fyrir að askan muni halda áfram að falla í Eyjum í dag.

Menn hafa reynt að þrífa öskuna.
Menn hafa reynt að þrífa öskuna. mynd/Júlíus G. Ingason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert