Fær frest fram á mánudag

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson Kristinn Ingvarsson

Slitastjórn Glitnis reiknar með að Jón Ásgeir Jóhannesson leggi fram lista yfir eignir sínar strax eftir helgina.

Lögmenn Jóns Ásgeirs tóku við stefnu frá slitastjórn Glitnis á fimmtudag, en samkvæmt lögum ber honum innan tveggja sólarhringa að afhenda lista yfir eignir sínar. Þar sem fresturinn rann út um helgi ákvað slitastjórn að líta svo á að Jón Ásgeir fengi frest fram á mánudag til að skila inn listanum.

Skili Jón Ásgeir ekki inn listanum eða veiti hann rangar upplýsingar á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi í Bretlandi.

Í stefnu slitastjórnar er Jón Ásgeir sakaður um að hafa í raun náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 og ásamt öðrum notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja sem hann og viðskiptafélagar hans réðu yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert