Karlmaður hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í 2 ára og sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkubarni og vörslu barnakláms. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í bætur. Brotin voru framin á árunum 2006 til 2009.
Manninum var gert að sök að hafa tekið kynferðislegar ljósmyndir af stúlkunni fáklæddri þegar hún var 8 ára og 10 ára, fyrir að hafa nokkur skipti þegar stúlkan var 9 ára, lagst ofan á hana og kysst hana, káfað á stúlkunni utan klæða, látið stúlkuna snerta kynfæri sín og í eitt skipti afklætt sig fyrir framan stúlkuna.
Að auki fyrir að hafa í minnsta kosti í tvö
skipti þegar stúlkan var 9 ára haldið stúlkunni nauðugri í bifreið með
því að binda hana fasta með ól á úlnliðum við handfang í bílnum og neytt
hana til að þola káf innan klæða og reynt að
klæða hana úr fötum og kyssa hana.
Þá var hann einnig sakaður
fyrir að hafa látið stúlkuna afklæðast þegar hún var 10 ára hennar og misþyrmt henni kynferðislega og jafnframt tekið upp
hreyfimynd af þessum kynferðisathöfnum. Við húsleit í maí 2009 fundust í
fórum sínum 289 barnaklámsmyndir.
Maðurinn var sakfelldur fyrir
ítrekuð og gróf kynferðisbrot gegn ungu stúlkubarni. Taldi dómurinn að maðurinn hefði með brotunum brugðist trúnaði stúlkunnar og nýtt sér það að hún var að honum hænd. Hann eigi sér engar málsbætur.