Ekki var útlit annað í morgun en að flug frá Keflavíkurflugvelli yrði samkvæmt áætlun nú fyrir hádegið. Fimm flugvélar eiga að fara frá vellinum til áfangastaða í Evrópu á milli klukkan 7 og 8. Komum fjögurra véla frá Bandaríkjunum í morgun var hins vegar aflýst. Allt flug var bannað yfir Íslandi og Skotlandi í gær vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Askan berst sem fyrr um háloftin til annarra landa og samkvæmt spá er líklegt að hún nái austurströnd Grænlands í dag.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að alls hefði orðið að aflýsa 32 ferðum hjá félaginu, frá Íslandi og til landsins, en einnig aflýsti Iceland Express nokkrum ferðum. 10 farþegaþotur félaganna munu hafa strandað á Keflavíkurflugvelli.
„Vellinum var lokað rétt eftir
miðnætti og þá var ljóst að ekkert yrði af ferðum sem ráðgerðar voru um
morguninn. Þetta hefur sennilega haft áhrif á ferðir um allt að 5000
farþega sem verða fyrir þessari röskun, ef allt er talið,“ sagði Guðjón
þegar rætt var við hann í gær. „Núna erum við að vinna við að koma
þessum farþegum á leiðarenda með öðrum flugfélögum. Við reynum að finna
einhverjar leiðir fram hjá Íslandi.“
„Á þriðjudaginn gæti hann snúist í suðaustanátt og þá gæti askan aftur farið að nálgast Suðvesturland og Faxaflóa.“