Öskufok undir Eyjafjöllum

Gosmökkurinn séður frá Hvolsvelli laust eftir klukkan 16.
Gosmökkurinn séður frá Hvolsvelli laust eftir klukkan 16.

Talsvert öskufok og öskufall er undir Eyjafjöllum að því er kemur fram á skráningarsíðu Veðurstofunnar. Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli er þykkur og dökkur samkvæmt myndum frá vefmyndavélum. Sést mökkurinn einnig frá höfuðborgarsvæðinu.

Í skráningu frá Drangshlíðardal á fjórða tímanum í dag segir, að þar sé öskufok svo að sjái varla upp að Skógum. Bjart hafi verið í morgun en síðan byrjaði askan að fjúka.

Í skráningu frá Ásólfsskála í morgun segir, að öskufall hafi byrjað um kl. 15:30 í gær og verið nánast látlaust síðan. Askan hafi verið fremur gróf með fínum salla.

Í gær segist skrásetjari hafa fengið hraunmola fljúgandi inn á pallinn hjá sér með miklum látum. Á mynd, sem fylgir, sést að molinn er um 3 sentimetra langur.

Vefmyndavélar Mílu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert