Spyr um kostnað við ESB umsókn

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður.
Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður.

Gunn­ar Bragi Sveins­son alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur lagt fram 12 fyr­ir­spurn­ir á Alþingi um kostnað við um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Gunn­ar Bragi spyr alla ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Í fyr­ir­spurn­un­um er spurt um hvaða vinnu­hóp­ar hafi verið skipaðir vegna um­sókn­ar­inn­ar, hversu marg­ir starfs­menn megi ætla að vinni að aðild­ar­um­sókn­inni, hvort starfs­mönn­um verði fjölgað, um kaup á ráðgjöf, kostnaður ráðuneyta við um­sókn­ina og hvort ein­hverj­ar skipu­lags­breyt­ing­ar séu fyr­ir­hugaðar vegna um­sókn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert