Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram 12 fyrirspurnir á Alþingi um kostnað við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Gunnar Bragi spyr alla ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Í fyrirspurnunum er spurt um hvaða vinnuhópar hafi verið skipaðir vegna umsóknarinnar, hversu margir starfsmenn megi ætla að vinni að aðildarumsókninni, hvort starfsmönnum verði fjölgað, um kaup á ráðgjöf, kostnaður ráðuneyta við umsóknina og hvort einhverjar skipulagsbreytingar séu fyrirhugaðar vegna umsóknarinnar.