„Ég er til í allt sem hentar mér og hef sótt um mörg störf, en fengið fá svör,“ segir Amalia Van Hong Nguyen 22 ára sem er búin að vera án vinnu í rúmlega þrjá mánuði.
Þriðjungur þeirra sem skráðir eru án vinnu er á milli tvítugs og þrítugs.
Þeir sem eru atvinnulausir eru sá hópur í þjóðfélaginu sem stendur höllustum fæti samkvæmt könnun sem Rauði kross Íslands kynnti í gær.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.