Margir njóta nú veðurblíðunnar og tónlistar á Austurvelli í Reykjavík en þar standa nú yfir tónleikar til stuðnings níumenningunum, sem eru ákærðir fyrir brot gegn friðhelgi Alþingis.
Að sögn viðstaddra sitja margir á Austurvelli og hlusta á tónlistina og einnig eru veitingahús í nágrenninu þéttsetin.
Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru: Páll Óskar, Hjaltalín, KK og Ellen, Vilborg Dagbjartsdóttir, RASS, Ari Eldjárn, félagar úr Hjálmum, Parabólurnar, Jón Atli Jónasson og Varsjárbandalagið.